drift logo

Um okkur

Með öflugri leiðsögn, tengslamyndun og aðgangi að nauðsynlegum úrræðum skapar DriftEA frjótt umhverfi þar sem hugmyndir verða að veruleika og nýsköpun fær þann stuðning sem þarf til að blómstra.

Áhersla er lögð á að skapa nýjar stoðir atvinnulífs og byggja upp aðlaðandi og spennandi tækifæri fyrir komandi kynslóðir sem vilja búa á Norðurlandi. Markmiðið er að út úr DriftEA komi öflug og rekstrarhæf fyrirtæki.

bankinn-new.jpeg

Hvað?

Skapa miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar á Norðurlandi

Hvernig?

Með því að byggja upp/nýta tengslanet, fjármagn og laða að nýjar hugmyndir, tengsl og tækifæri

Hvers vegna?

Til að skapa aðlaðandi og spennandi tækifæri fyrir komandi kynslóðir sem vilja búa á Norðurlandi
 

  • sesselja.jpeg

    Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir er framkvæmdastýra DriftarEA. Hún er reyndur stjórnandi, englafjárfestir og frumkvöðull sem brennur fyrir að skapa leiðandi samfélag nýsköpunar og frumkvöðlastarfs á Norðurlandi.

  • kristjan.jpeg

    Kristján Þór Júlíusson hefur mikla reynslu úr atvinnulífi, stjórnsýslu og stjórnmálum. Hann býr að öflugu tengslaneti og er starfandi stjórnarformaður DriftarEA.

hurð

Fyrir hverja?

  • Fólk sem vill vera hluti af nýsköpunarumhverfinu
  • Fólk sem vinnur í starfi án staðsetningar
  • Fólk sem vill vera hluti af skapandi samfélagi
  • Fólk sem hefur áhuga á að stofna sitt eigið fyrirtæki
  • Fólk sem þráir innblástur annað slagið
  • Nemendur og starfsfólk fræðanets
  • Fyrirtæki sem vilja bjóða starfsfólki upp á sveigjanlegt vinnuumhverfi